Innlent

Lýst eftir mansalsmönnum

Hefru þú séð þennan mann? Hafðu þá samband við lögregluna.
Hefru þú séð þennan mann? Hafðu þá samband við lögregluna.

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um mennina á meðfylgjandi myndum en myndirnar tengjast rannsókn á ætluðu mansali. Þeir sem telja sig þekkja mennina eða geta gefið einhverjar upplýsingar um þá eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1800, eða við næstu lögreglustöð.

Eftirlýstur vegna gruns um mansal.

Jafnframt lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir 26 ára litháískum manni, Deividas Sarapinas, vegna rannsóknar sama máls.

Málið tengist ungri konu sem var flutt hingað til Íslands síðustu helgi. Sterkur grunur leikur á að hún sé fórnalamb mansals.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins af fullum þunga samkvæmt tilkynningu en gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×