Jónas Grani: Hann fór í hendina á mér Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2009 21:52 Jónas Grani í búningi FH. Jónas Grani Garðarsson skoraði annað mark Fjölnis þegar þeir unnu góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Grafarvogi í kvöld. Hann var mjög sáttur í samtali við Vísi í leikslok. "Þetta er allt annað líf. Þetta gengur út á að vinna og það er hundleiðinlegt að tapa. Í síðasta leik breyttum við um kerfi og þurftum aðeins að átta okkur á því. Við verðum auðvitað að byrja á varnarleiknum og passa að við fáum ekki á okkur mark. Þá þarftu bara eitt upphlaup eða eitt horn og þá ertu kominn með mark og þú vinnur leikinn. Þegar vörnin er komin í lag þá getur sóknarleikurinn farið að ganga og við vorum skrefi framar í því í dag," sagði Jónas Grani ánægður í leikslok. Stjörnumenn urðu brjálaðir eftir að Jónas Grani kom Fjölnismönnum yfir á nýjan leik á 76.mínútu. Þeir vildu meina að hann hefði lagt fyrir sig boltann með hendinni þegar hann slapp í gegn. "Hann fór í hendina á mér. Ég er samt ekki sammála því að það eigi að vera aukaspyrna. Það skiptir ekki máli hvort hann fellur hálfan meter til hægri eða vinstri, þetta gerist í hreyfingunni og ég held þetta sé aldrei aukaspyrna. En já, hann fór í hendina á mér," bætti Húsvíkingurinn knái við. Stjörnumenn ógnuðu marki Fjölnis töluvert eftir að þeir jöfnuðu metin en Jónas Grani sagðist ekki hafa verið smeykur þrátt fyrir þetta. "Mér leið nú alltaf vel með þetta. Við vissum að þeir kæmu brjálaðir í seinni hálfleikinn þar sem þeir voru undir og yrðu að sækja. Við brugðumst kannski ekki alveg nógu vel við, gleymdum okkur í smá stund en ég var eiginlega allan tímann sannfærður um það að við myndum klára þennan leik." "Við vorum auðvitað komnir upp við vegg og niður í gólf og þaðan er spyrnan best, frá botninum. Við ætlum bara að klára þetta og tökum einn leik fyrir í einu. Næst er það KR heima og það er bara að halda áfram í vinnunni og vonandi gengur það vel," sagði Jónas Grani að lokum í samtali við Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Jónas Grani Garðarsson skoraði annað mark Fjölnis þegar þeir unnu góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Grafarvogi í kvöld. Hann var mjög sáttur í samtali við Vísi í leikslok. "Þetta er allt annað líf. Þetta gengur út á að vinna og það er hundleiðinlegt að tapa. Í síðasta leik breyttum við um kerfi og þurftum aðeins að átta okkur á því. Við verðum auðvitað að byrja á varnarleiknum og passa að við fáum ekki á okkur mark. Þá þarftu bara eitt upphlaup eða eitt horn og þá ertu kominn með mark og þú vinnur leikinn. Þegar vörnin er komin í lag þá getur sóknarleikurinn farið að ganga og við vorum skrefi framar í því í dag," sagði Jónas Grani ánægður í leikslok. Stjörnumenn urðu brjálaðir eftir að Jónas Grani kom Fjölnismönnum yfir á nýjan leik á 76.mínútu. Þeir vildu meina að hann hefði lagt fyrir sig boltann með hendinni þegar hann slapp í gegn. "Hann fór í hendina á mér. Ég er samt ekki sammála því að það eigi að vera aukaspyrna. Það skiptir ekki máli hvort hann fellur hálfan meter til hægri eða vinstri, þetta gerist í hreyfingunni og ég held þetta sé aldrei aukaspyrna. En já, hann fór í hendina á mér," bætti Húsvíkingurinn knái við. Stjörnumenn ógnuðu marki Fjölnis töluvert eftir að þeir jöfnuðu metin en Jónas Grani sagðist ekki hafa verið smeykur þrátt fyrir þetta. "Mér leið nú alltaf vel með þetta. Við vissum að þeir kæmu brjálaðir í seinni hálfleikinn þar sem þeir voru undir og yrðu að sækja. Við brugðumst kannski ekki alveg nógu vel við, gleymdum okkur í smá stund en ég var eiginlega allan tímann sannfærður um það að við myndum klára þennan leik." "Við vorum auðvitað komnir upp við vegg og niður í gólf og þaðan er spyrnan best, frá botninum. Við ætlum bara að klára þetta og tökum einn leik fyrir í einu. Næst er það KR heima og það er bara að halda áfram í vinnunni og vonandi gengur það vel," sagði Jónas Grani að lokum í samtali við Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira