Innlent

Ferðamálasamtökin mótmæla hugmyndum um ferðamannaskatt

Ferðamálasamtök Íslands mótmæla harðlega hugmyndum um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu og veitingar. Slíkar hækkanir stórskaða þá ímynd sem skapast hefur undanfarið ár meðal erlendra ferðasskipuleggjenda að verðlag á Íslandi sé viðráðanlegt.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að sóknarfæri í ferðamannaiðnaði séu mikil og gjaldeyristekjurnar skila sér fljótt í kassann, auk þess að styrkja atvinnulíf um allt land. Það sé því með öllu óásættanlegt að demba á slíkum hækkum eftir að búið er að semja um verð á þjónustu og auglýsa það.

Þá segir að komuskattur í Leifsstöð til þess að stoppa í fjárlagagatið sé sömuleiðis afleit hugmynd en Ferðamálasamtökin lýsa sig reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um aðrar leiðir í gjaldtöku, enda sé þeim ætlað að fjármagna umbætur á ferðamannastöðum.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að fréttir af milljarðaskatti milljarðaskatt á ferðaþjónustuna sem allur ætti að renna til ríkissjóðs séu út úr kortinu og slíkar hugmyndir hafi aldrei verið inni í myndinni. Steingrímur segir nefnd að störfum um framtíðartekjumöguleika ferðaþjónustunnar; ríkið og greinin muni deila þeim tekjum með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×