Fótbolti

Hearts vann Aberdeen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert í leik með Hearts.
Eggert í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts sem vann góðan 2-1 sigur á Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Aberdeen komst yfir snemma í leiknum en Christian Nade jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hann tryggði svo Hearts sigurinn með marki á 66. mínútu.

Hearts er í þriðja sæti deildarinnar með 41 stig, tólf stigum á eftir Rangers og fjórtán á eftir Celtic en þessi lið mætast á morgun.

Aberdeen er í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig.

Úrslit dagsins:

Dundee United - Inverness 1-1

Hearts - Aberdeen 2-1

Kilmarnock - Hibernian 1-1

Motherwell - Hamilton 1-0

St. Mirren - Falkirk 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×