Enski boltinn

Carroll framlengir hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll í leik með Newcastle.
Andy Carroll í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Sóknarmaðurinn Andy Carroll hefur framlengt samning sinn við Newcastle til loka tímabilsins 2012.

Carroll er tvítugur að aldri og hefur skorað tvö mörk í sex leikjum með liðinu á tímabilinu. Hann er uppalinn í nágrenninu en var lánaður til B-deildarliðsins Preston í fyrra.

„Hérna vil ég spila knattspyrnu og þetta tímabil hefur verið alger draumur fyrir mig," sagði Caroll sem varð í nóvember yngsti leikmaður félagsins sem hefur leikið Evrópuleik. Þá kom hann inn á sem varamaður í leik Newcastle og Palermo í UEFA-bikarkeppninni.

„Ég komst í liðið fyrr á þessu tímabili og hef náð að skora tvö mörk. Fyrsta markið fyrir mitt heimalið var frábært og ég vonast til að skora fleiri í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×