Innlent

Treystir á stjórnarþingmenn

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Icesave samkomulagið var til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hvort hún hefði gengið úr skugga um það áður en samningamenn settu stafi sína á samkomulagið, að nægjanlegur þingmeirihluti væri fyrir málinu og þá sérstaklega í þingflokki Vinstri grænna. En þar hafa fjórir þingmenn lýst efasemdum sínum um málið og þrír greiddu atkvæði gegn samkomulaginu í þingflokknum.

Jóhanna sagði málið hafa verið rætt í stjórnarflokkunum áður en gengið var frá samkomulaginu. Hún sagði að sér væri kunnugt um að skoðanir væru skiptar innan í þingflokks VG.

Þá minnti Jóhanna Illuga á að um stjórnarfrumvarp væri að ræða. „Ég verð auðvitað að treysta því að þetta mál hafi fullan stuðning stjórnarflokkanna þegar það kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×