Íslenski boltinn

Orri Freyr: Hann dæmdi á móti okkur

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Orri Freyr, til vinstri, í leik með Grindavík á síðustu leiktíð.
Orri Freyr, til vinstri, í leik með Grindavík á síðustu leiktíð. Mynd/Anton
„Við vorum að spila mjög fínan bolta mestan partinn af leiknum," sagði hundsvekktur Orri Freyr Hjaltalín eftir að lið hans Grindavík þurfti að láta í minni pokann fyrir Fjölni fyrr í kvöld.

„Við vorum bara klaufar að vera ekki búnir að gera út um þetta um miðjan seinni hálfleik. Þegar við settum hann í gegn," segir Orri og á þar við færi Sveinbjörns Jónassonar sem komst einn á móti Þórði í markinu en fór illa að ráði sínu.

Orri segir að Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt ítrekað Fjölnismönnum í hag. „Frá mínum bæjardyrum séð rændi hann okkur tveimur vítum. Það er kannski leiðinlegt að segja þetta en mér fannst þetta vera ásetningur hjá honum í leiknum. Hann dæmdi á móti okkur eins og hann fengi borgað fyrir það," sagði Orri.

Fyrirliðinn er þó nokkuð bjartsýnn á framhaldið enda spilaði Grindavíkurliðið glimrandi fínan fótbolta á köflum í kvöld. „Þetta er allt allt annað en við höfum verið að sýna í síðustu tveimur leikjum. Ef við höldum áfram að spila svona eiga sigrarnir eftir að koma."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×