Innlent

Á nagladekkjum í júlí

Þótt ótrúlegt megi virðast er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu enn að stöðva bíla sem eru búnir nagladekkjum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglunni þykir trassaskapur sumra ökumanna vera með eindæmum en í þeim hópi er kona á þrítugsaldri sem lét sér ekki segjast.

Lögreglan hefur stöðvað hana fjórum sinnum undanfarnar vikur og gert athugasemdir við hjólbarðana en bíll konunnar er ennþá á nagladekkjum.

Ekki er þó öll sagan sögð því tvisvar á sama tímabili hefur konan jafnframt verið staðin að hraðakstri.

Í seinna skiptið var hún tekin í Ártúnsbrekkunni en þá mældist bíll hennar á tæplega 140 km hraða. Konan á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og verulegar fjársektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×