Lífið

Mickey Rourke sendur í megrun

Of feitur Rourke er of feitur fyrir Iron Man 2 og hefur verið gert að léttast um nokkur kíló.
Of feitur Rourke er of feitur fyrir Iron Man 2 og hefur verið gert að léttast um nokkur kíló.

Bandaríski leikarinn Mickey Rourke hefur fengið þau skilaboð frá framleiðendum Iron Man 2 að hann þurfi að missa nokkur kíló fyrir hlutverk sitt sem rússneski þrjóturinn Whiplash. Rourke bætti nokkrum grömmum á sig fyrir hlutverk sitt í The Wrestler og hefur átt í töluverðum vandræðum með að losa sig við þau. New York Magazine greindi frá þessu í gær.

Leikstjórinn Jon Favrau er víst alveg staðráðinn í að láta þetta ganga eftir og Rourke hefur fengið einkaþjálfara í New York. Sá hefur ansi harkalegar hugmyndir um líkamsrækt því Rourke fastar og má aðeins borða á veitingastað einu sinni í viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.