Innlent

Ragnheiður Elín sigraði í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Talsverð endurnýjun varð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi þingmaður Suðvesturkjördæmis, sigraði örugglega í prófkjörinu en hlaut 2192 atkvæði í fyrsta sætið. Árni Johnsen, varð í 2. sæti með 1576 atkvæði í 1.-2. sæti.

Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi, lenti í 3. sæti. Írís Róbertsdóttir, kennari úr Vestmannaeyjum, hlaut 4. sætið.

Þá enduðu þingmennirnir Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir í 5. og 6. sæti í prófkjörinu.

Árni Mathiesen leiddi Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu fyrir tveimur árum en hann sóttist ekki eftir endurkjöri. Í kosningunum vorið 2007 hlaut flokkurinn fjóra þingmenn kjörna.


Tengdar fréttir

Tölur væntanlega úr Suðurkjördæmi upp úr miðnætti

Tölur eru væntanlegar úr Suðurkjördæmi upp úr miðnætti. Áður hafði verið gert ráð fyrir að talning þyrfti að frestast vegna veðurs og að tölur yrðu ekki kynntar fyrr en á morgun en það rofaði til stutta stund í dag og hægt var að skjótast með atkvæði frá Vestmannaeyjum. Á miðnætti verða því kynntar fyrstu tölur og heldur talning áfram fram á nótt, þar til úrslit liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×