Innlent

Þrautarlending hafin í Þjóðmenningarhúsinu

Aðilar vinnumarkaðarins funda nú með fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Mynd/ Egill.
Aðilar vinnumarkaðarins funda nú með fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Mynd/ Egill.
Tugir verkalýðsforkólfa og fulltrúar atvinnurekenda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan þrjú þar sem þeir sitja á fundi með ríkisstjórninni og reyna til þrautar að bjarga stöðugleikasáttmálanum. Búist er við að fundurinn standi í um tvær klukkustundir.

Samtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að hraða stýrivaxtalækkun og ryðja hindrunum úr vegi stóriðjuframkvæmda. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi og fyrir að beinlínis vinna gegn stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var fyrr á þessu ári. Meðal annars hefur ákvörðun umhverfisráðherra um suðvesturlínu verið harðlega gagnrýnd. Nú á þriðjudag ræðst hvort kjarasamningar halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×