Enski boltinn

Styttist í Neville

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Neville, leikmaður Everton.
Phil Neville, leikmaður Everton. Nordic Photos / Getty Images

Stutt er í að Phil Neville geti byrjað að æfa á ný eftir að hann hlaut hnémeiðsli í leik með Everton í september síðastliðnum.

Í fyrstu var óttast að Neville yrði lengi frá og að hann þyrfti að fara í aðgerð en þess reyndist ekki þörf.

Neville hefur nú fengið grænt ljós frá læknum félagsins og stefnir hann á að vinna sér sæti í byrjunarliði Everton eins fljótt og auðið er.

„Eins og hjá öllum sem glíma við alvarleg hnémeiðsli koma góðir dagar og slæmir. Ég hef átt fleiri góða daga," sagði Neville við enska fjölmiðla. „Ég er byrjaður að skokka á ný og líka byrjaður ða koma aðeins við boltann. Það er alltaf gaman að sjá fyrir endann á meiðslum sem þessum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×