Umfjöllun: Frammarar tóku öll stigin gegn Þrótti Breki Logason skrifar 13. júlí 2009 14:30 Almarr Ormarsson hefur spilað vel með Fram í sumar. Mynd/Vilhelm Frammarar mættu Þrótti í kvöld á Valbjarnarvelli. Fram var með ellefu stig í áttunda sæti fyrir leikinn en Þróttarar á botninum með fimm stig. Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun og gerðist fátt framan af. Frammarar áttu þó skot í stöng í lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur var hinsvegar bráðfjörugur og voru bæði lið staðráðin í að bæta upp fyrir slappan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið kom eftir tæpan klukkutíma leik. Þá datt boltinn fyrir fætur Daða Guðmundssonar sem kláraði vel með föstu skoti fyrir utan teiginn. Hjálmar Þórarinsson skoraði síðan annað mark Fram á 77. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir eftir frábæra sendingu frá Paul McShane. Þróttarar minnkuðu svo muninn á 84. mínútu en þar var daninn Morten Smidt að verki. Leikurinn var nokkuð í járnum eftir það og settu Þróttarar góða pressu en náðu ekki að skora. Heiðar Geir Júlíusson innsiglaði síðan sigurinn þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma úr vítaspyrnu en brotið hafði verið á Paul McShane. "Það var þungt yfir þessu í fyrri hálfleik og við náðum ekki að fylla teiginn þegar við komumst upp völlinn, það lagaðist sem betur fer í seinni hálfleik," sagði Daði Guðmundsson sem skoraði fyrsta mark Fram. "Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og það varð raunin. Þeir lágu vel á okkur síðustu tíu mínúturnar og því var gott að frá þriðja markið," sagði Daði ennfremur. Daði var nokkuð sáttur með markið sem hann setti í leiknum enda stórglæsilegt. "Ég er mjög sáttur en boltinn datt þarna fyrir fæturnar á mér og ég var bara fyrstur á hann, hitti hann líka vel." Frammarar fljúga síðan út til Tékklands í dag þar sem þeir taka þátt í evrópukeppninni. Það er því þétt spilað hjá þeim þessa dagana. "Þetta er mjög skemmtilegt og við æfum bara minna og spilum meira, það er flott." sagði Daði að lokum.Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Þróttur - FramLeikurinn hefst klukkan 19.15. Á sama tíma hefst leikur Grindavíkur og Breiðabliks í Grindavík. Hægt er að fylgjast með báðum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar hér.Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Frammarar mættu Þrótti í kvöld á Valbjarnarvelli. Fram var með ellefu stig í áttunda sæti fyrir leikinn en Þróttarar á botninum með fimm stig. Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun og gerðist fátt framan af. Frammarar áttu þó skot í stöng í lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur var hinsvegar bráðfjörugur og voru bæði lið staðráðin í að bæta upp fyrir slappan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið kom eftir tæpan klukkutíma leik. Þá datt boltinn fyrir fætur Daða Guðmundssonar sem kláraði vel með föstu skoti fyrir utan teiginn. Hjálmar Þórarinsson skoraði síðan annað mark Fram á 77. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir eftir frábæra sendingu frá Paul McShane. Þróttarar minnkuðu svo muninn á 84. mínútu en þar var daninn Morten Smidt að verki. Leikurinn var nokkuð í járnum eftir það og settu Þróttarar góða pressu en náðu ekki að skora. Heiðar Geir Júlíusson innsiglaði síðan sigurinn þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma úr vítaspyrnu en brotið hafði verið á Paul McShane. "Það var þungt yfir þessu í fyrri hálfleik og við náðum ekki að fylla teiginn þegar við komumst upp völlinn, það lagaðist sem betur fer í seinni hálfleik," sagði Daði Guðmundsson sem skoraði fyrsta mark Fram. "Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og það varð raunin. Þeir lágu vel á okkur síðustu tíu mínúturnar og því var gott að frá þriðja markið," sagði Daði ennfremur. Daði var nokkuð sáttur með markið sem hann setti í leiknum enda stórglæsilegt. "Ég er mjög sáttur en boltinn datt þarna fyrir fæturnar á mér og ég var bara fyrstur á hann, hitti hann líka vel." Frammarar fljúga síðan út til Tékklands í dag þar sem þeir taka þátt í evrópukeppninni. Það er því þétt spilað hjá þeim þessa dagana. "Þetta er mjög skemmtilegt og við æfum bara minna og spilum meira, það er flott." sagði Daði að lokum.Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Þróttur - FramLeikurinn hefst klukkan 19.15. Á sama tíma hefst leikur Grindavíkur og Breiðabliks í Grindavík. Hægt er að fylgjast með báðum leikjunum samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar hér.Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira