Erlent

Yfir 4000 svínaflensutilfelli í Japan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Japanir finna fyrir svínaflensu eins og aðrir.
Japanir finna fyrir svínaflensu eins og aðrir.
Fjöldi H1N1 flensutilfella eða svokallaðra svínaflensutilfella er kominn yfir 4000 í Japan, eftir því sem talsmenn heilbrigðisráðuneytisins þar í landi hafa fullyrt. Associated Press fréttastofan segir að flest tilfellin þar í landi séu væg og engin alvarleg tilfelli hafi greinst síðan að flensan greindist þar í maí síðastliðnum.

Hin svokallaða svínaflensa greindist fyrst í Mexíkó í apríl síðastliðnum, en fyrsta tilfellið greindist hér á landi í lok maí. Sóttvarnarlæknir sagði frá því í gær að níu tilfelli hefðu greinst hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×