Enski boltinn

Riggott frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Riggott, leikmaður Middlesbrough.
Chris Riggott, leikmaður Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Chris Riggott, leikmaður Middlesebrough, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Manchester City.

Riggott þurfti að fara af velli á 68. mínútu leiksins og hefur komið í ljós að hann er með sködduð liðbönd í hné.

Middlesbrough hefur ekki unnið leik í síðustu þrettán viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni og eru því þetta afar slæmar fréttir fyrir Gareth Southgate og hans menn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×