Erlent

Fjögur lík í viðbót hjá Cleveland-morðingja

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Anthony Sowell.
Anthony Sowell.

Lögregla í Cleveland í Ohio hefur fundið fjögur lík til viðbótar á heimili Anthony Sowell, dæmds nauðgara og grunaðs fjöldamorðingja, en lík sex kvenna fundust þar í síðustu viku. Líkin fjögur fundust í garðinum og er lögregla enn þar við gröft. Þá fannst höfuðkúpa í pappírspoka í kjallara Sowells sem hefur þegar verið ákærður fyrir fimm morð, nauðgun, líkamsárás og mannrán. Leit hófst á heimili hans í síðustu viku eftir að kona tilkynnti um nauðgun en þá höfðu nágrannar hans þegar orðið varir við torkennilega lykt um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×