Skattar álfyrirtækja 1,9 milljarðar í fyrra 28. október 2009 05:15 Álver Alcoa í Reyðarfirði. Tómas Már segir að það standi óhaggað að beinar tekjur opinberra aðila af starfsemi álversins hafi verið tæpir fjórir milljarðar í fyrra. MYND/ALCOA Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals um 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald á síðasta ári. Þetta segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fyrrverandi ríkisskattstjóri, og vísar til upplýsinga frá embætti Ríkisskattstjóra. Fjármálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um þetta eftir að haft var eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóri Alcoa á Íslandi, í Morgunblaðinu að beinar skattgreiðslur fyrirtækisins í fyrra hefðu numið um fjórum milljörðum króna, að ónefndum hafnargjöldum og raforkureikningum. „Ég veit ekki hvað Tómas Már á við,“ segir Indriði. „En við báðum bara um upplýsingar frá Ríkisskattstjóra, um hver álagningin á álfyrirtækin hefði verið í ár og í fyrra, því að þessi stóra tala kom okkur dálítið spánskt fyrir sjónir miðað það sem við töldum okkur vita.“ Í ljós hafi komið að í fyrra hafi öll álfyrirtæki á Íslandi greitt samtals 1.335 milljónir í tekjuskatt og 566 milljónir í tryggingagjald, samtals 1.901 milljón. Fyrirtækin eru átta ef bæði eru talin rekstraraðilarnir og eignarhaldsfélögin sem þá eiga. Ekki fæst gefið upp hversu mikið einstök fyrirtæki greiddu í skatt. Tómas Már segir að hægt hafi verið að misskilja það þegar hann hafi talað um beinar skattgreiðslur í viðtalinu í Morgunblaðinu, þar sem hann brást við ræðu félagsmálaráðherra á ársfundi ASÍ. „Ég var að tala um beinar tekjur opinberra aðila af starfsemi Alcoa Fjarðaáls, í gegnum hinar ýmsu leiðir sem skatturinn berst opinberum aðilum,“ segir Tómas. Þar eigi hann meðal annars við skattgreiðslur af launum starfsmanna, gjöld sveitarfélaga og fleira. Að teknu tilliti til þess standi upphæðin, tæpir fjórir milljarðar, óhögguð. Inni í þeirri tölu séu hafnargjöld. Þá eigi hins vegar eftir að taka saman afleiddar skatttekjur af þjónustunni sem þeir kaupa annars staðar, en Alcoa Fjarðaál keypti þjónustu fyrir um tíu milljarða í fyrra. Raforkukaup séu einnig undanskilin. „Þannig að þetta er í raun miklu meira þegar allt er talið,“ segir Tómas. stigur@frettabladid.is Indriði H. Þorláksson Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Álfyrirtæki á Íslandi greiddu samtals um 1,9 milljarða í tekjuskatt og tryggingagjald á síðasta ári. Þetta segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fyrrverandi ríkisskattstjóri, og vísar til upplýsinga frá embætti Ríkisskattstjóra. Fjármálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um þetta eftir að haft var eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóri Alcoa á Íslandi, í Morgunblaðinu að beinar skattgreiðslur fyrirtækisins í fyrra hefðu numið um fjórum milljörðum króna, að ónefndum hafnargjöldum og raforkureikningum. „Ég veit ekki hvað Tómas Már á við,“ segir Indriði. „En við báðum bara um upplýsingar frá Ríkisskattstjóra, um hver álagningin á álfyrirtækin hefði verið í ár og í fyrra, því að þessi stóra tala kom okkur dálítið spánskt fyrir sjónir miðað það sem við töldum okkur vita.“ Í ljós hafi komið að í fyrra hafi öll álfyrirtæki á Íslandi greitt samtals 1.335 milljónir í tekjuskatt og 566 milljónir í tryggingagjald, samtals 1.901 milljón. Fyrirtækin eru átta ef bæði eru talin rekstraraðilarnir og eignarhaldsfélögin sem þá eiga. Ekki fæst gefið upp hversu mikið einstök fyrirtæki greiddu í skatt. Tómas Már segir að hægt hafi verið að misskilja það þegar hann hafi talað um beinar skattgreiðslur í viðtalinu í Morgunblaðinu, þar sem hann brást við ræðu félagsmálaráðherra á ársfundi ASÍ. „Ég var að tala um beinar tekjur opinberra aðila af starfsemi Alcoa Fjarðaáls, í gegnum hinar ýmsu leiðir sem skatturinn berst opinberum aðilum,“ segir Tómas. Þar eigi hann meðal annars við skattgreiðslur af launum starfsmanna, gjöld sveitarfélaga og fleira. Að teknu tilliti til þess standi upphæðin, tæpir fjórir milljarðar, óhögguð. Inni í þeirri tölu séu hafnargjöld. Þá eigi hins vegar eftir að taka saman afleiddar skatttekjur af þjónustunni sem þeir kaupa annars staðar, en Alcoa Fjarðaál keypti þjónustu fyrir um tíu milljarða í fyrra. Raforkukaup séu einnig undanskilin. „Þannig að þetta er í raun miklu meira þegar allt er talið,“ segir Tómas. stigur@frettabladid.is Indriði H. Þorláksson
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði