Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar: Bíðum ekki eftir Sjálfstæðisflokknum 25. janúar 2009 14:28 Skúli Helgason. ,,Samfylkingin hefur mikið verk að vinna á næstu 100 dögum. Við munum ekki hlaupast frá erfiðum verkum en hitt er morgunljóst að við munum ekki bíða lengur eftir því að samstarfsflokkurinn leggist á árarnar með okkur í bráðnauðsynlegum björgunaraðgerðum," segir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í leiðara á vefsíðu flokksins. Skúli segir að kosningar leysi ekki bráðavandann og strax eftir helgi þurfti að taka til óspilltra málanna við að koma hlutum á hreyfingu. Hvort sem núverandi ríkisstjórn situr áfram eða önnur tekur við. ,,Það þarf að hreinsa til í Seðlabanka Íslands í því skyni að endurvinna traust innanlands og á alþjóðavettvangi," segir framkvæmdastjórinn og bætir við að eðlilegt sé að gera breytingar á skiptingu ráðuneyta milli flokkanna til að styrkja verkstjórnina á þeim sviðum sem mestu munu ráða um hag heimila og fyrirtækja í landinu á komandi vikum. ,,Verkefnið er ögrandi en það kemur ekkert annað til greina en að hér verði við völd kraftmikil ríkisstjórn sem kemur hlutum í verk á þeim 100 dögum sem lifa fram að kosningum." Björgvin hefur höggvið á hnútinn ,,Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur höggvið á hnútinn í þeirri pattstöðu sem einkennt hefur íslensk stjórnmál að undanförnu," segir framkvæmdastjórinn. Með afsögn sinni og ákvörðun um að hreinsa til í yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins gefur Björgvin tóninn fyrir þá löngu tímabæru hreingerningu sem Samfylkingin hefur barist fyrir innan ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði, að mati Skúla. ,,Krafan um endurnýjun í yfirstjórn Seðlabanka Íslands verður nú enn háværari og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki annan kost en að svara því kalli ef hann vill eiga sér viðreisnar von." segir framkvæmdastjórinn. Skúli segir að með ákvörðun sinni leggi Björgvin sitt af mörkum við að breyta pólitískri siðmenningu landsins. Afsögn hans er ekki staðfesting á einhvers konar afglöpum eða sekt heldur fyrst og fremst viðurkenning á þeirri staðreynd að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að mynda það trúnaðarsamband við þjóðina sem er forsenda þess að endurreisn samfélagsins eftir bankahrunið geti átt sér stað í sæmilegum friði. ,,Nú eru ekki forsendur til að fella endanlega dóma um frammistöðu einstakra ráðamanna í aðdraganda og eftirleik bankahrunsins en til þess er m.a. Rannsóknarnefnd Alþingis skipuð sem nú er að störfum og skilar af sér í haust," segir Skúli. Hægt er að lesa leiðara Skúla hér. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
,,Samfylkingin hefur mikið verk að vinna á næstu 100 dögum. Við munum ekki hlaupast frá erfiðum verkum en hitt er morgunljóst að við munum ekki bíða lengur eftir því að samstarfsflokkurinn leggist á árarnar með okkur í bráðnauðsynlegum björgunaraðgerðum," segir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í leiðara á vefsíðu flokksins. Skúli segir að kosningar leysi ekki bráðavandann og strax eftir helgi þurfti að taka til óspilltra málanna við að koma hlutum á hreyfingu. Hvort sem núverandi ríkisstjórn situr áfram eða önnur tekur við. ,,Það þarf að hreinsa til í Seðlabanka Íslands í því skyni að endurvinna traust innanlands og á alþjóðavettvangi," segir framkvæmdastjórinn og bætir við að eðlilegt sé að gera breytingar á skiptingu ráðuneyta milli flokkanna til að styrkja verkstjórnina á þeim sviðum sem mestu munu ráða um hag heimila og fyrirtækja í landinu á komandi vikum. ,,Verkefnið er ögrandi en það kemur ekkert annað til greina en að hér verði við völd kraftmikil ríkisstjórn sem kemur hlutum í verk á þeim 100 dögum sem lifa fram að kosningum." Björgvin hefur höggvið á hnútinn ,,Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur höggvið á hnútinn í þeirri pattstöðu sem einkennt hefur íslensk stjórnmál að undanförnu," segir framkvæmdastjórinn. Með afsögn sinni og ákvörðun um að hreinsa til í yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins gefur Björgvin tóninn fyrir þá löngu tímabæru hreingerningu sem Samfylkingin hefur barist fyrir innan ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði, að mati Skúla. ,,Krafan um endurnýjun í yfirstjórn Seðlabanka Íslands verður nú enn háværari og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki annan kost en að svara því kalli ef hann vill eiga sér viðreisnar von." segir framkvæmdastjórinn. Skúli segir að með ákvörðun sinni leggi Björgvin sitt af mörkum við að breyta pólitískri siðmenningu landsins. Afsögn hans er ekki staðfesting á einhvers konar afglöpum eða sekt heldur fyrst og fremst viðurkenning á þeirri staðreynd að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að mynda það trúnaðarsamband við þjóðina sem er forsenda þess að endurreisn samfélagsins eftir bankahrunið geti átt sér stað í sæmilegum friði. ,,Nú eru ekki forsendur til að fella endanlega dóma um frammistöðu einstakra ráðamanna í aðdraganda og eftirleik bankahrunsins en til þess er m.a. Rannsóknarnefnd Alþingis skipuð sem nú er að störfum og skilar af sér í haust," segir Skúli. Hægt er að lesa leiðara Skúla hér.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira