Hef aldrei spilað betur á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 07:00 Þóra björg Hér í landsliðsklæðnaði en hún fær nóg að gera í marki íslenska landsliðsins á EM í Finnlandi í ágúst. Mynd/Stefán Öllum að óvörum trónir Kolbotn nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar tímabilið er rúmlega hálfnað. Þóra Björg Helgadóttir landsliðsmarkvörður hefur farið á kostum með liðinu en því var spáð sæti um miðja deild fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið algert ævintýri," sagði Þóra í samtali við Fréttablaðið. Kolbotn er í efsta sæti deildarinnar og hefur tapað aðeins einum leik af fjórtán til þessa. Liðið er einu stigi á undan Roa og fimm á undan Stabæk sem á þó leik til góða. Síðarnefnda liðinu var spáð titlinum fyrir tímabilið enda liðið skipað mörgum sterkum leikmönnum, til að mynda úr norska landsliðinu. Stabæk hefur tapað einum leik til þessa á tímabilinu en það var fyrir Kolbotn. Þóra og félagar unnu leikinn, 3-1, og það var ekki síst vegna stórbrotinnar frammistöðu Þóru í marki Kolbotn eftir því sem fram kom í norskum fjölmiðlum eftir leikinn. „Jú, það hefur gengið mjög vel hjá mér. Þetta er örugglega mitt besta tímabil á ferlinum til þessa og ég hef sennilega aldrei spilað betur. En við erum þó ekki að stinga af. Það eru allir leikir erfiðir og alltaf nóg að gera hjá mér." Kolbotn missti fjóra norska landsliðsmenn fyrir tímabilið og segir Þóra að liðið hafi ekki sett sér nein sérstök markmið fyrir tímabilið. „Ég tel það mikið afrek að við séum að gera tilkall til titilsins. Liðið missti mikilvæga leikmenn fyrir tímabilið og fékk ekki marga á móti. Við settum okkur því engin markmið fyrir tímabilið heldum ætluðum að reyna að vinna hvern leik sem við fórum í. En við vitum þó að það er stutt í næstu lið og við þurfum að halda einbeitingunni góðri áfram." Sjálf á Þóra í mikilli samkeppni við annan leikmann í liðinu um sæti í byrjunarliðinu. Sú átti við meiðsli að stríða í vetur en hefur ekki tekist að ýta Þóru úr byrjunarliðinu eftir að hún byrjaði að æfa á ný. „Hún var valin í landsliðshóp Noregs fyrir EM í Finnlandi og þetta er því hörkusamkeppni sem ég fæ hér. En svo lengi sem ég stend mig áfram þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að skipta mér út." Kolbotn leikur tvo leiki í deildinni í næstu viku en þá verður gert rúmlega tveggja mánaða hlé vegna úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. Ísland og Noregur verða þar einmitt saman í riðli ásamt Þjóðverjum og Frökkum. Þóra segist afar ánægð með þá ákvörðun að spila í Noregi enda muni dvölin þar undirbúa hana vel fyrir átökin í Finnlandi. „Ég var í Belgíu í tvö ár þar sem fótboltinn var settur í annað sætið hjá mér. Ég vildi ekki fara á EM undir þeim kringumstæðum og því er ég gríðarlega ánægð með að hafa komið til Noregs." Hún er nú í fyrsta sinn að einbeita sér fyllilega að knattspyrnunni og ber hún lífi atvinnumannsins góða söguna. „Svona á maður að lifa. Það er kannski ekki mikill peningur í þessu en hvað eru peningar í dag, sérstaklega þegar það er kreppa heima. Hér er frábært að vera og nýt ég mín vel." Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Öllum að óvörum trónir Kolbotn nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar tímabilið er rúmlega hálfnað. Þóra Björg Helgadóttir landsliðsmarkvörður hefur farið á kostum með liðinu en því var spáð sæti um miðja deild fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið algert ævintýri," sagði Þóra í samtali við Fréttablaðið. Kolbotn er í efsta sæti deildarinnar og hefur tapað aðeins einum leik af fjórtán til þessa. Liðið er einu stigi á undan Roa og fimm á undan Stabæk sem á þó leik til góða. Síðarnefnda liðinu var spáð titlinum fyrir tímabilið enda liðið skipað mörgum sterkum leikmönnum, til að mynda úr norska landsliðinu. Stabæk hefur tapað einum leik til þessa á tímabilinu en það var fyrir Kolbotn. Þóra og félagar unnu leikinn, 3-1, og það var ekki síst vegna stórbrotinnar frammistöðu Þóru í marki Kolbotn eftir því sem fram kom í norskum fjölmiðlum eftir leikinn. „Jú, það hefur gengið mjög vel hjá mér. Þetta er örugglega mitt besta tímabil á ferlinum til þessa og ég hef sennilega aldrei spilað betur. En við erum þó ekki að stinga af. Það eru allir leikir erfiðir og alltaf nóg að gera hjá mér." Kolbotn missti fjóra norska landsliðsmenn fyrir tímabilið og segir Þóra að liðið hafi ekki sett sér nein sérstök markmið fyrir tímabilið. „Ég tel það mikið afrek að við séum að gera tilkall til titilsins. Liðið missti mikilvæga leikmenn fyrir tímabilið og fékk ekki marga á móti. Við settum okkur því engin markmið fyrir tímabilið heldum ætluðum að reyna að vinna hvern leik sem við fórum í. En við vitum þó að það er stutt í næstu lið og við þurfum að halda einbeitingunni góðri áfram." Sjálf á Þóra í mikilli samkeppni við annan leikmann í liðinu um sæti í byrjunarliðinu. Sú átti við meiðsli að stríða í vetur en hefur ekki tekist að ýta Þóru úr byrjunarliðinu eftir að hún byrjaði að æfa á ný. „Hún var valin í landsliðshóp Noregs fyrir EM í Finnlandi og þetta er því hörkusamkeppni sem ég fæ hér. En svo lengi sem ég stend mig áfram þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að skipta mér út." Kolbotn leikur tvo leiki í deildinni í næstu viku en þá verður gert rúmlega tveggja mánaða hlé vegna úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. Ísland og Noregur verða þar einmitt saman í riðli ásamt Þjóðverjum og Frökkum. Þóra segist afar ánægð með þá ákvörðun að spila í Noregi enda muni dvölin þar undirbúa hana vel fyrir átökin í Finnlandi. „Ég var í Belgíu í tvö ár þar sem fótboltinn var settur í annað sætið hjá mér. Ég vildi ekki fara á EM undir þeim kringumstæðum og því er ég gríðarlega ánægð með að hafa komið til Noregs." Hún er nú í fyrsta sinn að einbeita sér fyllilega að knattspyrnunni og ber hún lífi atvinnumannsins góða söguna. „Svona á maður að lifa. Það er kannski ekki mikill peningur í þessu en hvað eru peningar í dag, sérstaklega þegar það er kreppa heima. Hér er frábært að vera og nýt ég mín vel."
Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira