Hef aldrei spilað betur á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 07:00 Þóra björg Hér í landsliðsklæðnaði en hún fær nóg að gera í marki íslenska landsliðsins á EM í Finnlandi í ágúst. Mynd/Stefán Öllum að óvörum trónir Kolbotn nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar tímabilið er rúmlega hálfnað. Þóra Björg Helgadóttir landsliðsmarkvörður hefur farið á kostum með liðinu en því var spáð sæti um miðja deild fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið algert ævintýri," sagði Þóra í samtali við Fréttablaðið. Kolbotn er í efsta sæti deildarinnar og hefur tapað aðeins einum leik af fjórtán til þessa. Liðið er einu stigi á undan Roa og fimm á undan Stabæk sem á þó leik til góða. Síðarnefnda liðinu var spáð titlinum fyrir tímabilið enda liðið skipað mörgum sterkum leikmönnum, til að mynda úr norska landsliðinu. Stabæk hefur tapað einum leik til þessa á tímabilinu en það var fyrir Kolbotn. Þóra og félagar unnu leikinn, 3-1, og það var ekki síst vegna stórbrotinnar frammistöðu Þóru í marki Kolbotn eftir því sem fram kom í norskum fjölmiðlum eftir leikinn. „Jú, það hefur gengið mjög vel hjá mér. Þetta er örugglega mitt besta tímabil á ferlinum til þessa og ég hef sennilega aldrei spilað betur. En við erum þó ekki að stinga af. Það eru allir leikir erfiðir og alltaf nóg að gera hjá mér." Kolbotn missti fjóra norska landsliðsmenn fyrir tímabilið og segir Þóra að liðið hafi ekki sett sér nein sérstök markmið fyrir tímabilið. „Ég tel það mikið afrek að við séum að gera tilkall til titilsins. Liðið missti mikilvæga leikmenn fyrir tímabilið og fékk ekki marga á móti. Við settum okkur því engin markmið fyrir tímabilið heldum ætluðum að reyna að vinna hvern leik sem við fórum í. En við vitum þó að það er stutt í næstu lið og við þurfum að halda einbeitingunni góðri áfram." Sjálf á Þóra í mikilli samkeppni við annan leikmann í liðinu um sæti í byrjunarliðinu. Sú átti við meiðsli að stríða í vetur en hefur ekki tekist að ýta Þóru úr byrjunarliðinu eftir að hún byrjaði að æfa á ný. „Hún var valin í landsliðshóp Noregs fyrir EM í Finnlandi og þetta er því hörkusamkeppni sem ég fæ hér. En svo lengi sem ég stend mig áfram þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að skipta mér út." Kolbotn leikur tvo leiki í deildinni í næstu viku en þá verður gert rúmlega tveggja mánaða hlé vegna úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. Ísland og Noregur verða þar einmitt saman í riðli ásamt Þjóðverjum og Frökkum. Þóra segist afar ánægð með þá ákvörðun að spila í Noregi enda muni dvölin þar undirbúa hana vel fyrir átökin í Finnlandi. „Ég var í Belgíu í tvö ár þar sem fótboltinn var settur í annað sætið hjá mér. Ég vildi ekki fara á EM undir þeim kringumstæðum og því er ég gríðarlega ánægð með að hafa komið til Noregs." Hún er nú í fyrsta sinn að einbeita sér fyllilega að knattspyrnunni og ber hún lífi atvinnumannsins góða söguna. „Svona á maður að lifa. Það er kannski ekki mikill peningur í þessu en hvað eru peningar í dag, sérstaklega þegar það er kreppa heima. Hér er frábært að vera og nýt ég mín vel." Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Öllum að óvörum trónir Kolbotn nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar tímabilið er rúmlega hálfnað. Þóra Björg Helgadóttir landsliðsmarkvörður hefur farið á kostum með liðinu en því var spáð sæti um miðja deild fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið algert ævintýri," sagði Þóra í samtali við Fréttablaðið. Kolbotn er í efsta sæti deildarinnar og hefur tapað aðeins einum leik af fjórtán til þessa. Liðið er einu stigi á undan Roa og fimm á undan Stabæk sem á þó leik til góða. Síðarnefnda liðinu var spáð titlinum fyrir tímabilið enda liðið skipað mörgum sterkum leikmönnum, til að mynda úr norska landsliðinu. Stabæk hefur tapað einum leik til þessa á tímabilinu en það var fyrir Kolbotn. Þóra og félagar unnu leikinn, 3-1, og það var ekki síst vegna stórbrotinnar frammistöðu Þóru í marki Kolbotn eftir því sem fram kom í norskum fjölmiðlum eftir leikinn. „Jú, það hefur gengið mjög vel hjá mér. Þetta er örugglega mitt besta tímabil á ferlinum til þessa og ég hef sennilega aldrei spilað betur. En við erum þó ekki að stinga af. Það eru allir leikir erfiðir og alltaf nóg að gera hjá mér." Kolbotn missti fjóra norska landsliðsmenn fyrir tímabilið og segir Þóra að liðið hafi ekki sett sér nein sérstök markmið fyrir tímabilið. „Ég tel það mikið afrek að við séum að gera tilkall til titilsins. Liðið missti mikilvæga leikmenn fyrir tímabilið og fékk ekki marga á móti. Við settum okkur því engin markmið fyrir tímabilið heldum ætluðum að reyna að vinna hvern leik sem við fórum í. En við vitum þó að það er stutt í næstu lið og við þurfum að halda einbeitingunni góðri áfram." Sjálf á Þóra í mikilli samkeppni við annan leikmann í liðinu um sæti í byrjunarliðinu. Sú átti við meiðsli að stríða í vetur en hefur ekki tekist að ýta Þóru úr byrjunarliðinu eftir að hún byrjaði að æfa á ný. „Hún var valin í landsliðshóp Noregs fyrir EM í Finnlandi og þetta er því hörkusamkeppni sem ég fæ hér. En svo lengi sem ég stend mig áfram þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að skipta mér út." Kolbotn leikur tvo leiki í deildinni í næstu viku en þá verður gert rúmlega tveggja mánaða hlé vegna úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. Ísland og Noregur verða þar einmitt saman í riðli ásamt Þjóðverjum og Frökkum. Þóra segist afar ánægð með þá ákvörðun að spila í Noregi enda muni dvölin þar undirbúa hana vel fyrir átökin í Finnlandi. „Ég var í Belgíu í tvö ár þar sem fótboltinn var settur í annað sætið hjá mér. Ég vildi ekki fara á EM undir þeim kringumstæðum og því er ég gríðarlega ánægð með að hafa komið til Noregs." Hún er nú í fyrsta sinn að einbeita sér fyllilega að knattspyrnunni og ber hún lífi atvinnumannsins góða söguna. „Svona á maður að lifa. Það er kannski ekki mikill peningur í þessu en hvað eru peningar í dag, sérstaklega þegar það er kreppa heima. Hér er frábært að vera og nýt ég mín vel."
Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira