Innlent

Snæugla við Hvalfjarðargöng

Snæuglur eru mjög sjaldgæfar hér á landi.
Snæuglur eru mjög sjaldgæfar hér á landi. Mynd/ Íslandsvefurinn
Systrunum Auði og Elínu Valdimarsdætrum brá heldur betur í brún þar sem þær óku fram á Snæuglu skammt frá Kjalarnesinu áðan „Við öskruðum upp yfir okkur. Héldum fyrst að þetta væri hauslaus fugl en þegar við komum nær sáum við að þetta var Snæugla," segir Auður Valdimarsdóttir.

Þær systur eru á leið á ættarmót norður í landi og urðu fyrir þessari skemmtilegu lífsreynslu á leið sinni út úr höfuðborginni.

Snæuglur eru heimskautafuglar sem stundum finnast hér á landi. Einhverjir fuglar hafa orpið hér og hafa fundist nokkur hreiður auk þess sem talið er að uglan hafi verpt á fáförnum slóðum þar sem hreiðrin hafi aldrei fundist. Um það bil tíu fuglar sjást hér árlega, helst yfir sumarmánuðina, á haustin og fyrri hluta vetrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×