Erlent

Fundu elstu hljóðfæri heims

Ein af beinflautunum sem fundust í suðurhluta Þýskalands og vísbendingar eru um að séu elstu hljóðfæri sem fundist hafa. MYND/AFP
Ein af beinflautunum sem fundust í suðurhluta Þýskalands og vísbendingar eru um að séu elstu hljóðfæri sem fundist hafa. MYND/AFP

Vísindamenn í Þýskalandi segjast hafa fundið elstu hljóðfæri heims. Hljóðfærin eru þrjár flautur sem eru 35 þúsund ára gamlar.

Flauturnar fundust í helli í Suðvestur-Þýskalandi. Í hellinum hafa áður fundist minjar frá svipuðum tíma, meðal annars stytta af Venusi, sem er einnig talin sú elsta í heiminum.

Ein flautan er úr hrægammsbeini og hefur hún varðveist vel. Hinar tvær eru úr fílabeini en aðeins fundust hlutar þeirra. Flauturnar benda til þess að tónlistarflutningur hafi verið algengur á þeim tíma sem nútímamaðurinn fór að nema land í Evrópu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×