Innlent

Meintur smyglari tapar skaðabótamáli - aftur

Rúnar Þór Róbertsson
Rúnar Þór Róbertsson
Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri DV og Erla Hlynsdóttir blaðamaður voru sýknuð í meiðyrðarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið höfðaði Rúnar Þór Róbertsson á þeim forsendum að blaðið hefði kallað hann fíkniefnasmyglara árið 2008. Sjálfur sat Rúnar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að smyglinu árið 2007. Um var að ræða stófelldan innflutning á kókaíni. Fjögur kíló af efninu voru falin í Benz bifreið sem var á Sundahöfn.

Málsvörn Rúnars þótti athyglisverð á sínum tíma. Hann hélt því fram að vegna fréttaflutnings DV um innflutninginn þá hafi hann verið meðvitaður um að engin efni væri að finna í bílnum þegar hann sótti hann.

Dómstólar voru sammála og var hann sýknaður.

Það var svo í apríl síðastliðnum sem Rúnar var aftur handtekinn. Núna vegna gruns um aðild að risasmygli með skútu frá Evrópu. Yfir tvöhundruð kíló af margvísislegum efnum fundust í skútunni en smyglið er það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Þá var samverkamaður hans, sem einnig var ákærður í fyrra smyglinu, handtekinn vegna Papeyjarsmyglsins. Rúnar var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í vikunni til 14.júlí vegna málsins.

Ekki er langt síðan Rúnar höfðaði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Ríkið var sýknað af kröfunni. Það þótti nægjanlega sterkur grunur um að hann ætti hlut að máli til þess að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald vegna kókaín smyglsins.

Rúnar Þór sótti um gjafsókn sem héraðsdómur féllst á. Erla og Sigurjón þurfa því að greiða eigin málskostnað sjálf, þrátt fyrir sýknudóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×