Innlent

Sjálflýsandi hross til varnar slysum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hestar í náttúrunni, án endurskins.
Hestar í náttúrunni, án endurskins. Mynd/GVA
Nokkuð var um tilkynningar um laus hross í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku. Undanfarin sumur hafa hlotist nokkur slys þegar vegfarendur hafa ekið á hrossin í myrkrinu.

Því veltir Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri því fyrir sér í nýjustu dagbók lögreglunnar hvort hestaeigendur geti ekki sett í hrossin endurskin svo þau sjáist betur.

Í dagbókinni eru foreldrar jafnframt minntir á endurskinsmerkin fyrir börnin og þeir hvattir til að fylgja börnum sínum fyrstu sporin í umferðinni og fara yfir leið þeirra í skólann og til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×