Innlent

Össur varar við stjórnarkreppu

Össur Ssarphéðinsson.
Össur Ssarphéðinsson. Mynd/Anton Brink

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra varaði í gær bresk og hollensk stjórnvöld við því að með því að samþykkja ekki fyrirvara Alþingis við Ice­­save geti þau verið að ýta Íslandi út í stjórnarkreppu.

Össur ræddi Icesave-málið í viðtali við BBC í gær. Hann ítrekaði að fyrirvarar Alþingis geri ráð fyrir því að skuldin verði greidd til baka.

Össur sagði megna óánægju með það á Íslandi að viðsemjendur taki ekki í mál að taka upp viðræður að nýju komist dómstólar að því að Íslandi beri ekki að greiða umsamdar upphæðir.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var ómyrkur í máli við BBC í gær. Hann sagði Íslendinga afar ósátta með að bresk og hollensk stjórnvöld leyfi ekki íslenskum stjórnvöldum að fara með málið fyrir evrópska dómstóla.

Ögmundur sagði bresk og hollensk stjórnvöld hafa kallað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að aðstoða sig við að ná fram sínum kröfum, og einnig beitt Evrópusambandinu fyrir sig gegn Íslandi.

Spurður af fréttamanni BBC hvort hann sé að saka bresk og hollensk stjórnvöld um fjárkúgun játti Ögmundur því. Þau séu grímulaust að nota AGS til að neyða Ísland til að samþykkja skilyrðislaust kröfurnar vegna Icesave. - bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×