Lífið

Hélt matreiðslunámskeið fyrir þingmenn - uppskriftir

Wafaa Nabil Yousif Al Quinna er ein þeirra átta palestínsku kvenna sem fluttust til Akraness síðastliðið haust. Wafaa er 32 ára gömul þriggja barna móðir sem starfaði við bókhald í Írak áður en hún þurfti að flýja þaðan.

Wafaa hefur lagt gríðarlega hart að sér við íslenskunámið og hefur náð slíkri færni á þessum sex mánuðum að á dögunum bauð hún þingmönnum NV-kjördæmis og bæjarfulltrúum á Akranesi á námskeið í arabískri matargerð - sem fram fór á íslensku.

Wafaa kom fram í Íslandi í dag í kvöld þar sem hún sagðist vissulega sakna Írak en að hún vildi búa áfram á Íslandi. Hún ætlar sér að fara í háskólanám og búa börnum sínum góða framtíð hér á landi.

Á námskeiðinu eldaði hún fimm rétti en meðfylgjandi eru uppskriftir að þeim.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.