Lífið

Ekkert svindl í bandaríska Idolinu

Sigurvegarinn Kris Allen.
Sigurvegarinn Kris Allen.
Forsvarsmenn American Idol-keppninnar segja ekkert hæft í þeim sögusögnum að svindl að einhverju tagi hafi haft áhrif á niðurstöðuna í úrslitaþættinum sem fór nýverið fram. Þá sigraði hinn 23 ára nemi Kris Allen frá Arkansas óvænt keppnina en margir töldu að keppinautur hans Adam Lambert myndi vinna.

Því hefur verið haldið fram að stuðningsmenn Kris hafi útbúið kerfi sem gaf Kris tíu atkvæði fyrir hvert sent smáskilaboð úr tveimur samkomum þar sem aðdáendur söngvarans komu saman í Arkansas. Forsvarsmenn Idol-keppninnar hafa farið yfir málið og segja ekkert tortryggilegt hafa verið við atkvæðagreiðsluna í úrslitaþættinum.

Sigurinn kom Kris í opna skjöldu því fyrirfram hafði verið búist við því að Adam myndi fara með sigur af hólmi. „Er þér alvara?" spurði Kris þegar kynnirinn Ryan Seacrest tilkynnti honum að hann væri sigurvegari.

Um 29 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á úrslitaþátt Idolsins en þetta var áttunda þáttaröðin. Áhorfendur ekki verið svona fáir síðan 2004 en þrátt fyrir það er þátturinn þó enn sá vinsælasti í Bandaríkjunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.