Erlent

Fjársjóðir grafnir upp í eyðimörk eftir 70 ár í sandinum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hefðbundið Búddalíkneski.
Hefðbundið Búddalíkneski.
Löngu týndir fjársjóðir búddista hafa verið grafnir upp úr Góbí-eyðimörkinni í Asíu eftir 70 ár í sandinum, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Fornmenjarnar voru grafnar þar á fjórða áratugnum á tímum kommúnista í Mongólíu, þegar hundruð búddaklaustra voru rænd og eyðilögð.

Alls voru 64 kassar grafnir í eyðimörkinni af búddamunki sem vildi bjarga þeim frá herjum Mongóla og Sovétmanna.

Aðeins munkurinn vissi hvar munirnir voru faldir, en hann arfleiddi son sinn að leyndarmálinu sem síðan gróf nokkra kassa upp skömmu fyrir aldamótin og opnaði safn.

Meðal fornmunanna eru styttur, listmunir, handrit og persónulegar eigur búddameistara nokkurs frá 19. öld.

Michael Eisenriegler segir leitina ævintýri ævi sinnar, en hann er í forsvari fyrir leitarhópinn sem nú leitar kassanna sem enn eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×