Innlent

Styrktarhópur til stuðnings stelpunum stofnaður

Hópur kvenna hefur stofnað styrktarhóp til stuðnings stelpum á Selfossi sem kærðu séra Gunnar Björnsson fyrir kynferðisbrot. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa frá svipuðum atvikum að segja eftir samskipti sín við Gunnar þegar hann var sóknarprestur á Bolungarvík.

Hrönn Reynisdóttir kynntist séra Gunnari Björnssyni ung að árum þegar hún stundaði tónlistarnám á ísafirði en Gunnar var þá prestur í Bolungarvík og tók þátt í tónlistarkennslunni. Þetta var á níunda áratug síðustu aldar. En þótt langt sé um liðið segir Hrönn að það hafi ekki komið henni á óvart þegar fimm stúlkur úr söfnuði Gunnars kærðu hann til lögreglu í fyrra.

Hún segir að hegðun Gunnars gagnvart ungum stúlkum, sífelldar strokur og snertingar, hafi verið umtöluð á sínum tíma. Hún hafi fundið fyrir þessu á eigin skinni.

Nokkrar þessar stúlkna, sem nú eru orðnar konur, hafa stofnað styrktarhóp til stuðnings stelpunum á Selfossi sem þær segja að hafa sýnt mikið hugrekki.

Séra Gunnar Björnsson hefur verið setur í sérverkefni hjá Biskupsstofu en hann íhugar að stefna Þjóðkirkunni vegna þess fjárhagstjóns sem málið hefu valdið honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×