Lífið

Þróar dansspor sem lætur „moonwalkið“ líta út sem „macarena“

Michael Jackson
Michael Jackson

Michael Jackson er nú að vinna að dansspori sem mun láta hið fræga „moonwalk" líta út eins og „macarena". Konungur poppsins hefur ráðið einn virtasta danshöfund í heimi, kappa að nafni Kenny Ortega, til þess að kokka upp danssporði sem mun fá aðdáendur hans til þess að gera allt til þess að ná því.

Kenny þessi hefur svo sannarlega hæfileikana til þess að hjálpa kónginum. Hann sá meðal annars um sporin í þríleiknum High School Musical sem slegið hefur í gegn auk þess sem hann er ábyrgur fyrir sporunum í Dirty Dancing og Ferris Bueller´s Day off.

Danshöfundurinn aðstoðaði Jackson einnig á tónleikaferðalögum hans í kringum Dangerous og HIStory.

„Að fá boð sem þetta frá honum aftur, er draumur sem er að rætast," sagði Kenny.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.