Dalafetamaðurinn með stuttmynd til Pristinu 22. júní 2009 03:00 Ervin Shala flúði frá Kosovo til Íslands fyrir ellefu árum og ætlar nú að láta drauminn um að verða kvikmyndaleikari rætast.Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstuddur. Í þeim mánuði höfðu bardagar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar Nato hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreinsanir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fisverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennarnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálpuðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki," segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundruð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu samband sína á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leikur í kvikmyndum og auglýsingum. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Þetta er bara búið vera draumur fyrir mig, algjörlega frábært," segir Ervin Shala. Nafnið kveikir kannski engum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlítið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaðurinn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverkið í stuttmyndinni The Notion of Immanent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorfendaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin leggur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dómnefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stuttmynd þar sem Íslendingur og Kosovoi sameina krafta sína." Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstuddur. Í þeim mánuði höfðu bardagar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar Nato hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreinsanir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fisverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennarnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlustaði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálpuðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki," segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundruð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu samband sína á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leikur í kvikmyndum og auglýsingum. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira