Sjónvarpskokkur stýrir þrautakóngi í Argentínu 31. ágúst 2009 00:01 Friðrika Hjördís verður stjórnandi hinnar íslensku útgáfu af Wipeout en 120 Íslendingar fljúga út í þremur hollum og reyna fyrir sér í þessum þrautakóngi. Mynd/Arnþór „Mér líst vel á þetta, hef horft á þættina með öðru auganu en krakkarnir mínir hafa skemmt sér konunglega yfir þessu," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem verður kynnir í íslensku útgáfunni af Wipeout eða Þrautakóngi. Wipeout eru að verða eitt helsta æðið í sjónvarpsbransanum um allan heim en sjónvarpsstöðvar frá yfir tuttugu löndum hafa gert slíka þætti. Friðrika hefur hingað til verið þekktust fyrir matreiðslu sína á skjánum og í tímaritum en að þessu sinni fær hún það verðuga verkefni að kokka upp skondnar og skemmtilegar athugasemdir um gengi keppenda í brautinni hverju sinni. Henni til halds og traust verða síðan stórvinirnir Jói & Simmi sem hafa töluvert meiri reynslu af stjórnun stórra sjónvarpsþátta, samanber Idol-stjörnuleit. Friðriku líst vel á ferðalagið langa til Argentínu þótt henni sé ekkert sérstaklega vel við að vera svona lengi í burtu frá börnunum sínum. „Nei, en þeir eru í góðum höndum. Það verður bara gaman að koma til þeirra aftur þegar þetta er búið," segir Friðrika og bætir því að ferðalagið verði kannski til þess að hreinsa hugann af öllu krepputalinu sem hefur svifið yfir vötnum hér á landi í tæpt ár. „Það fæðist voðalega lítið fallegt í svona neikvæðu umhverfi, þetta hefur vonandi líka góð áhrif á þá sem taka þátt. Þeir komi til baka fullir eldmóðs til að takast á við veturinn." Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir undirbúning fyrir þættina vera í fullum gangi. „Við erum að fljúga út 120 manns í þremur hollum, borga fyrir þau fæði, gistingu og flug, þetta verður bara alveg rosalegt," segir Pálmi en skráning hefst klukkan þrjú í dag. Að sögn Pálma verður fyllsta öryggis gætt af heimamönnum, læknir er á svæðinu og svona mætti lengi telja. „Þegar menn eru búnir að vera lengi í brautinni verða þeir stundum þreyttir í fótunum og geta snúið sig," segir Pálmi en bendir jafnframt á að ekki hafa átt sér stað nein alvarlega slys. Keppendum gefst ekki kostur á að fara í generalprufu í brautinni heldur verður þeim bara ýtt beint út í ævintýrið. Verðlaun fyrir sigur verða síðan ekki aðalatriðið, segir Pálmi. „Nei, við ætlum ekkert að leggja neitt sérstaklega upp úr þeim, auðvitað verður eitthvað fyrir sigurvegarann en þetta snýst aðallega um þetta ævintýri, að taka þátt í þrautakóngi í Argentínu." Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
„Mér líst vel á þetta, hef horft á þættina með öðru auganu en krakkarnir mínir hafa skemmt sér konunglega yfir þessu," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem verður kynnir í íslensku útgáfunni af Wipeout eða Þrautakóngi. Wipeout eru að verða eitt helsta æðið í sjónvarpsbransanum um allan heim en sjónvarpsstöðvar frá yfir tuttugu löndum hafa gert slíka þætti. Friðrika hefur hingað til verið þekktust fyrir matreiðslu sína á skjánum og í tímaritum en að þessu sinni fær hún það verðuga verkefni að kokka upp skondnar og skemmtilegar athugasemdir um gengi keppenda í brautinni hverju sinni. Henni til halds og traust verða síðan stórvinirnir Jói & Simmi sem hafa töluvert meiri reynslu af stjórnun stórra sjónvarpsþátta, samanber Idol-stjörnuleit. Friðriku líst vel á ferðalagið langa til Argentínu þótt henni sé ekkert sérstaklega vel við að vera svona lengi í burtu frá börnunum sínum. „Nei, en þeir eru í góðum höndum. Það verður bara gaman að koma til þeirra aftur þegar þetta er búið," segir Friðrika og bætir því að ferðalagið verði kannski til þess að hreinsa hugann af öllu krepputalinu sem hefur svifið yfir vötnum hér á landi í tæpt ár. „Það fæðist voðalega lítið fallegt í svona neikvæðu umhverfi, þetta hefur vonandi líka góð áhrif á þá sem taka þátt. Þeir komi til baka fullir eldmóðs til að takast á við veturinn." Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir undirbúning fyrir þættina vera í fullum gangi. „Við erum að fljúga út 120 manns í þremur hollum, borga fyrir þau fæði, gistingu og flug, þetta verður bara alveg rosalegt," segir Pálmi en skráning hefst klukkan þrjú í dag. Að sögn Pálma verður fyllsta öryggis gætt af heimamönnum, læknir er á svæðinu og svona mætti lengi telja. „Þegar menn eru búnir að vera lengi í brautinni verða þeir stundum þreyttir í fótunum og geta snúið sig," segir Pálmi en bendir jafnframt á að ekki hafa átt sér stað nein alvarlega slys. Keppendum gefst ekki kostur á að fara í generalprufu í brautinni heldur verður þeim bara ýtt beint út í ævintýrið. Verðlaun fyrir sigur verða síðan ekki aðalatriðið, segir Pálmi. „Nei, við ætlum ekkert að leggja neitt sérstaklega upp úr þeim, auðvitað verður eitthvað fyrir sigurvegarann en þetta snýst aðallega um þetta ævintýri, að taka þátt í þrautakóngi í Argentínu."
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp