Fótbolti

Arnór spilaði er Heerenveen vann Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Heerenveen vann í kvöld góðan 1-0 sigur á Ajax á Amsterdam ArenA-leikvanginum í hollensku úrvalsdeildinni.

Arnór kom inn á sem varamaður á tólftu mínútu fyrir finnska miðvallarleikmanninn Mika Väyrynen og fékk til að mynda gult spjald á 55. mínútu.

Danijel Pranjic skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu en Thomas Vermaelen, leikmaður Ajax, fékk að líta rauða spjaldið skömmu áður.

AZ Alkmaar er á toppi deildarinnar með 47 stig og getur náð níu stiga forystu á Ajax með sigri á Spörtu á morgun en sem stendur er Ajax í öðru sæti deildarinnar.

Twente er hins vegar einu stigi á eftir Ajax en á einnig leik til góða á morgun og getur þá komið sér í annað sæti deildarinnar.

Heerenveen er svo í fjórða sæti með 38 stig. Meistarar PSV eru í sjötta sæti með 32 stig.



Úrslit dagsins
:

Roda JC - Heracles 3-1

Willem II - Vitesse 0-2

Den Haag - Groningen 0-1

NAC Breda - Volendam 1-1

Ajax - Heerenveen 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×