Innlent

„Stjórn Seðlabankans á ekki að vera kaffisamsæti flokksgæðinga“

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Þór Saari er þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Þór Saari er þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar mótmæltu kosningu í Seðlabankaráð og landskjörstjórn á þingfundi í dag. Þór Saari, þingmaður flokksins, gagnrýndi að kosið væri í bankaráð Seðlabankans með pólitískum hætti.

„Stjórn Seðlabankans á ekki að vera kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum heldur vera að skipuð hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum."

Þór fór fram á að kosningunni yrði frestað og staðið yrði að skipun í bankaráðið með öðrum hætti í framtíðinni. Við þeirri beiðni var ekki orðið.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar sagði þingflokkinn mótmæla því að kosið væri í landskjörstjórn með pólitískum hætti og af pólitískum meirihluta þingsins. Allir flokkar ættu að eiga einn fulltrúa í stjórninni. Þá sagði Margrét mikilvægt í aðdraganda kosninga að nýjum framboðum yrði tryggð aðkomu að ákvörðunum landskjörstjórnar.


Tengdar fréttir

Bankaráð Seðlabankans kosið á Alþingi

Sjö manna bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag. Þrír koma nýir inn í bankaráðið en það eru þau Hildur Traustadóttir, Magnús Árni Skúlason og Katrín Olga Jóhannesdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×