Innlent

Þurfum ekki varanlegar undanþágur

Mynd/Stefán Karlsson
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Íslendingar þurfi ekki varanlegar undanþágur hjá Evrópusambandinu þegar kemur að fiskimiðunum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrði að með inngöngu í sambandið afsali Íslendingar yfirráðum sínum yfir helstum auðlindunum. Jón og Styrmir voru gestir Egils Helgasonar í þætti hans í Ríkissjónvarpsinu fyrr í dag.

„Ég tel að ef við göngum í Evrópusambandið þá erum við að afsala þessari þjóð fyrir fullt og allt yfirráðum yfir helstu auðlindum okkar og eignum. Þess vegna er ég á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu," sagði Styrmir.

Jón gaf lífið fyrir þau orð og sagði að þetta væri spurning um framtíðarsýn. „Það getur enginn leyft sér að segja upp í opið geðið á mér að aðild að Evrópusambandinu þýði framsal á auðlindum. Ætla menn að halda því fram að Finnar hafi gefið upp skógana sína við það að ganga í Evrópusambandið?"

Styrmir spurði Jón af því hvort hann væri sammála Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, um að Íslendingar muni aldrei fá varanlegar undanþágur í sambandi við fiskimiðinn í viðræðum við Evrópusambandið.

„Ég hefði talið hyggilegra í samningsstöðu að gefa ekkert upp um það hver niðurstaðan verði. Ég er hins vegar efnislega sammála því að við þurfum ekki sérstaka undanþágu," svaraði Jón. Þess í stað þurfi Íslendingar að fá viðurkenningu á því þjóðin sé með sérstök aðskilinn fiskimið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×