Innlent

Lögin passa ekki við veruleikann

Kaup Magma Energy Sweden á hlut í HS Orku hafa verið umdeild hér á landi.
Kaup Magma Energy Sweden á hlut í HS Orku hafa verið umdeild hér á landi.

„Við erum sammála um það í nefndinni að lögin þyrftu að passa betur við veruleikann," segir Unnur Kristjánsdóttir, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu hér á landi.

Nefndin fylgist með lögum sem takmarka fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi, orkuiðnaði og flugi. Nefndin kom saman í gær, til síns fyrsta fundar.

Unnur segir að engin einstök mál, eins og til að mynda kaup kanadíska félagsins Magma á hlut í HS orku, hafi verið rædd á fundinum. Farið hafi verið almennt yfir sviðið. Enda þótt það sé ekki endilega hlutverk nefndarinnar, þá sýnist nefndarmönnum að það mætti endurskoða lögin.

„Til að mynda er samkvæmt lögunum ekki góður kostur fyrir erlendan aðila að stofna íslenskt dótturfélag til fjárfestinga hér," segir Unnur, „að minnsta kosti ef miðað er við að dótturfélag sé stofnað annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Þess vegna missum við bæði af skatttekjum og jafnvel bankaviðskipti hérlendi. Ég tel að þetta þurfi að skoða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×