Innlent

Mugison fær styrk til að búa til nýtt hljóðfæri

Mugison
Mugison

Tonlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur fengið styrk upp á 1,4 milljónir króna frá Menningarráði Vestfjarða til að búa til nýtt hljóðfæri. Styrkurinn var þó ekki einvörðungu fyrir þetta nýja hljóðfæri heldur jafnframt vegna útgáfu á plötu Mugisons þar sem hann syngur frumsamin lög á íslensku og fyrir tónleikaferð um landið þar sem hann hyggst leika á fimmtíu heimilum.

Frá þessu er sagt á vef Bæjarins Besta á Ísafirði í dag.

„Grunnhugmyndin á bak við hljóðfærið er að geta spilað eins og á takkanikku, sem er með mjög vítt tónsvið. Svo verður bassa- og hljóma-„setup" fyrir vinstri höndina. Framan á henni verða alls konar rafmagnstæki. Þannig eins og í gamla daga get ég „samplað" sjálfan mig og spilað alls konar drasl sem ég verð með tengt þráðlaust í tölvuna og get þar af leiðandi gert ótrúlegustu hluti," segir Mugison í samtali við BB. Þá segir hann að nýja hljóðfærið innighaldi einnig „ljósashow" og hljóðnema.

Frétt Bæjarins Besta um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×