Innlent

Mótmælt við Landsbankann í Austurstræti

MYND/Anton

Um það bil fimmtíu til sextíu manns mótmæla nú við Landsbankann í Austurstræti. Fólkið krefst þess að þær Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Landsbankans og Birna Einarsdóttir bankastjóri Glitnis víkji. Þá hrópa mótmælendur slagorð á borð við: „Engar afskriftir!“ Í gjörningi sem skipulagður hafði verið af mótmælendunum var kona í gervi Elínar borin út úr bankanum.

Nokkrir hafa tekið sig til og krotað ýmsa frasa á götuna fyrir framan bankann með krít auk þess sem Landsbankahúsið hefur verið skreytt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×