Innlent

Gæsluvarðhald vegna íkveikju í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Tveir ungir karlmenn, sem voru handteknir í Vestmannaeyjum í fyrrinótt, grunaðir um íkveikju, voru í nótt úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Mennirnir voru yfirheyrðir í allan gærdag og undir kvöld varð ljóst að lögreglan vildi hafa þá áfram í haldi.

Því var dómari frá Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi sendur með kvöldferð Herjólfs til Eyja og kvað hann upp úrskurðinn klukkan tvö í nótt. Meðal annars er verið að rannsaka hvort mennirnir tengist nokkrum óupplýstum íkveikjumálum í Eyjum síðustu misserin, en þeir eru báðir búsettir í Eyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×