Ekki rætt að ryðja hindrunum úr vegi 23. nóvember 2009 04:00 Svandís Svavarsdóttir. MYND/GVA Aldrei hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að öllum hindrunum verði rutt úr vegi fyrir lagningu Suðvesturlínu. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís segist ekki vita hvað Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi við þegar hún segist „sannfærð um að öllum hindrunum í vegi Suðvesturlínu, sem er forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta sumri." Jóhanna mælti svo á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á laugardaginn. Svandís segir að Skipulagsstofnun sé búin að klára málið og að kærufresti eigi að ljúka í fyrstu viku desember. „Þá hef ég tvo mánuði til að úrskurða, ef kæra berst," segir Svandís. „Þannig horfir þetta við mér þannig að ég veit ekki, hún þarf að skýra þetta betur sjálf." Spurð hvort hún hyggist flýta málinu eða nýta tvo mánuðina, segir hún að það velti á eðli þeirra kæra sem kunna að berast. Enn hefur engin kæra borist og Svandís segir að ef það gerist ekki teljist málið fullafgreitt frá Skipulagsstofnun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, undraðist ummæli forsætisráðherra í fréttum RÚV í gær og sagði að stundum væri gott að segja minna en meira. Spurð hvort hún taki undir þau orð Árna, að ummæli Jóhönnu séu óheppileg, segir umhverfisráðherra: „Það er ósköp lítið um málið að segja núna, meðan það er í þessu ferli. Mér finnst ekki tímabært að vera að tjá mig um það eitthvað efnislega. Það er forsætisráðherra að skýra það hvað liggur þarna að baki." klemens@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Aldrei hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að öllum hindrunum verði rutt úr vegi fyrir lagningu Suðvesturlínu. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís segist ekki vita hvað Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi við þegar hún segist „sannfærð um að öllum hindrunum í vegi Suðvesturlínu, sem er forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta sumri." Jóhanna mælti svo á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á laugardaginn. Svandís segir að Skipulagsstofnun sé búin að klára málið og að kærufresti eigi að ljúka í fyrstu viku desember. „Þá hef ég tvo mánuði til að úrskurða, ef kæra berst," segir Svandís. „Þannig horfir þetta við mér þannig að ég veit ekki, hún þarf að skýra þetta betur sjálf." Spurð hvort hún hyggist flýta málinu eða nýta tvo mánuðina, segir hún að það velti á eðli þeirra kæra sem kunna að berast. Enn hefur engin kæra borist og Svandís segir að ef það gerist ekki teljist málið fullafgreitt frá Skipulagsstofnun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, undraðist ummæli forsætisráðherra í fréttum RÚV í gær og sagði að stundum væri gott að segja minna en meira. Spurð hvort hún taki undir þau orð Árna, að ummæli Jóhönnu séu óheppileg, segir umhverfisráðherra: „Það er ósköp lítið um málið að segja núna, meðan það er í þessu ferli. Mér finnst ekki tímabært að vera að tjá mig um það eitthvað efnislega. Það er forsætisráðherra að skýra það hvað liggur þarna að baki." klemens@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira