Lífið

Krummi syngur með Trúbroti

Rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum verður samankominn í Laugardalshöll á laugardaginn þegar minning Rúnars Júl verður heiðruð. Páll Óskar flytur fyrstu tvö lögin og Krummi syngur Am I Really Living með Karlakór Keflavíkur og Trúbroti.
Rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum verður samankominn í Laugardalshöll á laugardaginn þegar minning Rúnars Júl verður heiðruð. Páll Óskar flytur fyrstu tvö lögin og Krummi syngur Am I Really Living með Karlakór Keflavíkur og Trúbroti.

Krummi Björgvinsson fetar í fótspor Rúnars Júlíus­sonar á minningartónleikum í kvöld þegar hann syngur Am I Really Living.

Sannkölluð veisla fyrir augu og eyru verður í Laugardalshöllinni í kvöld þegar minningartónleikar um Rúnar Júl fara fram. Rjóminn af íslensku tónlistarfólki kemur saman til að heiðra minningu Hr. Rokk og verður af nægu að taka fyrir alla. Löngu er uppselt á tónleikana. Jón Ólafsson verður kynnir á tónleikunum og mun hann fá viðmælendur uppá svið til að ræða um ferilinn og lífið með Rúna Júl.

Þá verður til sölu sérstakur Trúbrots-kassi þar sem finna má plötur þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar á sérstöku tónleikatilboði.

Þau Eiríkur Hauksson, Shady Owens og Helgi Björnsson fljúga sérstaklega til landsins til að taka þátt í þessari miklu veislu. Eiríkur mun syngja GCD-syrpu, Helgi verður með Unun en Shady Owens tekur sér auðvitað bara sína stöðu með Hljómum og Trúbroti.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Páll Óskar hefja dagskrána með lögunum Rokk og Ról og Söng um lífið og svo kemur einvalalið listamanna koll af kolli. Nægir þar að nefna Hjaltalín, Björgvin Halldórsson og Sálina hans Jóns míns. Meðal þess sem áhorfendur fá að sjá og heyra er þegar Krummi fetar í fótspor Rúnars og syngur með Trúbroti og Karlakór Keflavíkur hið ódauðlega lag sveitarinnar, Am I Really Living. Mezzoforte-liðarnir Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem munu spila með sveitinni.

freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.