Innlent

Sex útköll hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út sex sinnum í gærkvöldi og í nótt, en hvergi varð þó alvarlegt tjón. Í einu tilviki vaknaði fólk við reykskynjara, en þá hafði kvíknað í út frá skreytingu. Fólkið náði að slökkva eldinn og slökkviliðið reykræsti húsið. Þá varð vatstjón í íbúð í fjölbýlishúsi, þegar ofn fór að leka heitu vatni, og svo var kveikt í ruslagámum og ruslatunnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×