Erlent

Kanadamenn kæra ESB vegna selamálsins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Selveiðimenn hafa verið gagnrýndir fyrir aðfarir sínar gegn dýrunum.
Selveiðimenn hafa verið gagnrýndir fyrir aðfarir sínar gegn dýrunum.

Kanadísk stjórnvöld hyggjast kæra bann, sem Evrópusambandið hefur lagt við verslun með afurðir sela, til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Utanríkisráðherrar sambandsins staðfestu bannið í gær en áður hafði Evrópuþingið samþykkt bannið. Kanadabúar veiða nærri 300 þúsund seli ár hvert og hafa ýmis dýra- og umhverfisverndunarsamtök gagnrýnt veiðarnar harðlega og sagt þær ómannúðlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×