Innlent

Munum sækja fylgið til baka

Bjarni Benediktsson segir að fylgið verði sótt til baka. Mynd/ Anton Brink.
Bjarni Benediktsson segir að fylgið verði sótt til baka. Mynd/ Anton Brink.
„Við erum með fólkið. Við erum með stefnuna í farteskinu til að snúa stöðunni við. Og við munum sækja fylgið til baka," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.

„Við vitum það mjög vel sjálfstæðismenn að meginþorri kjósenda er í grunninn á okkar línu," sagði Bjarni jafnframt. Hann sagði að í þetta skiptið hefði stór hópur sjálfstæðismanna ákveðið að snúa baki við flokknum. Traust fólksins yrði hins vegar endurvakið.

Þá sagði Bjarni að í þeirri glímu sem þjóðin stæði í myndu sjálfstæðismenn treysta á leið bjartsýninnar. Flokkurinn treysti á kraftinn sem býr í Íslendingum og með slíka stefnu sé ekki hægt að tapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×