Lífið

Rammíslenskur plötusnúður gerir víðreist á SXSW

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Illugi Magnússon niðursokkinn í spilarann.
Illugi Magnússon niðursokkinn í spilarann.

Hinn íslenski skífuþeytir Illugi Magnússon, betur þekktur undir listamannsheitinu DJ Platurn, stimplar sig heldur betur hressilega inn á tónlistarhátíðina SXSW („South by Southwest") í Texas en hún hefst einmitt í dag og stendur fram á sunnudag.

Illugi spilar hvorki meira né minna en sjö sinnum á hátíðinni en hann býr og starfar í Kaliforníu. Íslendingar eru ekki alveg ókunnugir Illuga, honum voru gerð ítarleg skil í kvikmyndinni „From Oakland to Iceland" eftir Ragnhildi Magnúsdóttur útvarpskonu en myndin var sýnd í sjónvarpi hér á landi í fyrra. SXSW er vinsæl hátíð í Bandaríkjunum og ein þeirra stærstu enda Texasbúar þekktir fyrir allt annað en að gera litla hluti. Þeir sem áhuga hafa geta kynnt sér skífuþeytinn knáa nánar hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.