Fótbolti

Eiður er stórhættulegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki í leik með Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Lewis Stevenson, leikmaður Hibernian og skoska U-21 landsliðsins, segir að landar sínir verði að hafa góðar gætur á Eiði Smára Guðjohnsen í kvöld.

Skotland mætir Íslandi í undankeppni HM 2010 á Hampden Park í Glasgow í kvöld.

Eiður Smári lék með Börsungum og skoraði tvö mörk í 6-0 sigri Barcelona á Hibernian á undirbúningstímabilinu nú í sumar.

„Hann sýndi ótrúlega takta í þessum leik. Hann skoraði tvö mörk og það fyrra var úr algjöru hálffæri. En samt honum auðveldlega að skora."

„Hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið og skosku varnarmennirnir hafa alls ekki efni á því að gefa honum sömu hálffærin og hann fékk í leiknum gegn okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×