Innlent

Tók á sprelllifandi en ljúfum hákarli

Héðinn Karl Magnússon, oftast kallaður Hákarl, klórar sér í hausnum yfir þessu ferlíki en Daníel háseti fylgist með.
mynd/magnús berg magnússon
Héðinn Karl Magnússon, oftast kallaður Hákarl, klórar sér í hausnum yfir þessu ferlíki en Daníel háseti fylgist með. mynd/magnús berg magnússon

Áhöfnin á Vestmannaey VE fékk stóran hákarl í botnvörpuna á miðvikudagsmorgun. „Ætli hann sé ekki um átta til tíu metrar á lengd,“ segir Magnús Berg Magnússon háseti. „Hann var sprelllifandi svo ég nýtti tækifærið og tók aðeins á honum, svona til að geta sagt að ég hefði barist við lifandi hákarl,“ segir hásetinn og hlær við. „Annars virðist þetta vera hið ljúfasta grey þótt stór sé.“ Magnús Berg hefur stundað sjóinn á sumrin til margra ára.

„Ég hef þó aldrei orðið vitni að því að hákarl kæmi um borð, nema þá þessi venjulegi í brúnni. Það er að segja, stýrimaðurinn á skipinu heitir Héðinn Karl og gengur undir nafninu Hákarl.“

Nokkrar tegundir hákarla finnast í íslenskri lögsögu og geta þeir lengstu orðið fimmtán metrar að lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×