Innlent

Býst ekki við niðurstöðu fyrr en seint í næstu viku

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Ríkisstjórnin fundaði með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum sveitarfélaga í Ráðherrabústaðnum klukkan eitt í dag vegna stöðugleikasáttmálans og um væntanlegar aðgerðir til að ná niður halla ríkissjóðs.

Að loknum fundi þeirra nú á þriðja tímanum kvaðst Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ekki búast við niðurstöðu fyrr en seint í næstu viku. Hún sagði að aðgerðirnar myndu fremur miðast við skattahækkanir þar sem erfiðara væri að ná fram niðurskurði.

Fyrir liggur að ríkisstjórnin þarf að minnka ríkissjóðshallann um 20 til 25 milljarða króna á þessu ári og um 170 milljarða á næstu þremur árum.






Tengdar fréttir

Ríkisstjórnin fundar með aðilum vinnumarkaðarins í dag

Ríkisstjórnin fundar með aðilum vinnumarkaðarins í dag vegna stöðugleikasáttmálans og um væntanlegar niðurskurðaraðgerðir til að ná niður halla ríkissjóðs. Forsætisráðherra vonast eftir breiðri sátt um aðgerðir en segir að enginn verði þó ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×