Innlent

Vilhjálmur Þ. ekki í einkaþotu Björgólfs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Í bókinni „Íslenska efnahagsundrið" kemur fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri hafi farið í einkaþotu á vegum Björgólfs Guðmundssonar á leik með West Ham í London árið 2006. Höfundur bókarinnar Jón Fjörnir Thoroddsen hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þetta er harmað. Haukur Leósson fyrrum stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur var heimildarmaðurinn fyrir ferðinni.

„Upplýsingar, sem birtar eru í bókinni, um ferð Vilhjálms á leik með West Ham í London haustið 2006 eru frá Hauki Leóssyni, fv. Stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur. Á fundi með Nordvest verðbréfum haustið 2006, þar sem Haukur Leósson leitaði fjárframlaga vegna prófkjörs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrir Alþingiskosningar, sagði Haukur m.a. frá boði Björgólfs á leik West Ham Utd. í London, þar sem þeim Vilhjálmi var boðið. Misskilnings virðist hafa gætt um ferðamátann og eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson beðnir afsökunar á því," segir í yfirlýsingu frá Jóni Fjörni sem send er fjölmiðlum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×