Eva Joly lítur á alla bankamenn og útrásarvíkinga sem glæpamenn 13. júní 2009 10:21 Sigurðru G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. MYND/Pjetur Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður skrifar grein á Pressuna í dag undir fyrirsögninni, She ain´t a Jol(l)y good fellow, en þar fer hann mikinn í umfjöllun um ráðgjafa sérstaks saksóknara Evu Joly. Sigurður segir hana hafa verið kostaða hingað til lands af Agli Helgasyni og fleirum til að spjalla um bankahrunið. Þjóðin hafi heillast af málflutningi hennar sem og ríkisstjórnin sem hafi ráðið hana til starfa. „Engar sérstakar fréttir hafa borist af ferðum hennar hingað fyrr en í þessari viku. Þá brá svo við að hún hótaði að hætta ráðgjöf sinni, nema ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, segði af sér eða stjórnvöld settu hann af," segir í grein Sigurðar. Sigurður segir að væntanlega hafi dómsmálaráðherra brugðið nokkuð við að heyra þessa kröfu Joly, enda þekki ráðherra mæta vel reglur um lögkjör ríkissaksóknara og hvað þurfi til að koma honum úr embætti. Þar dugi ekki upphrópanir einar, líkt og Joly hin nýja íslenska gyðja réttlætisins virðist halda. „Vonandi hefur dómsmálaráðherra tekist að fræða Joly um stöðu ríkissaksóknara í íslenska stjórnkerfinu á fundi þeim sem hún og hinn sérstaki saksóknari áttu með henni daginn eftir hið makalausa Kastljósviðtal. Sé framganga Joly í þessari viku hins vegar vitnisburður um vinnulag hennar er best fyrir dómsmálaráðherra að losa sig við hana sem fyrst svo rannsókn hins sérstaka saksóknara á málum tengdum bankahruninu ónýtist ekki," skrifar Sigurður. Hann bendir á að íslensk refsivarsla hafi áður leitað til erlendra hjálparkokka við rannsókn flókinna sakamála með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa einstaklinga. Þá segir hann að af orðum Evu að dæma séu allir íslenskir bankamenn og útrásarvíkingar sekir um ýmis konar auðgunar- og fjármunabrot, sakborninga þessarar sé í raun að sanna sakleysi sitt en ekki ákæruvaldsins að sanna sekt þeirra. „Lögfræðingar, sem leyfa sér að andmæla vinnulagi því sem Joly vill að hinn sérstaki saksóknari viðhafi, eru af hennar hálfu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna; afbrotamanna sem eigi að vera bak við lás og slá hvað sem líður almennt viðurkenndum og lögfestum reglum sakamálaréttarfars. Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á, er af þjóðinni runnin?" Grein Sigurðar má sjá hér. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður skrifar grein á Pressuna í dag undir fyrirsögninni, She ain´t a Jol(l)y good fellow, en þar fer hann mikinn í umfjöllun um ráðgjafa sérstaks saksóknara Evu Joly. Sigurður segir hana hafa verið kostaða hingað til lands af Agli Helgasyni og fleirum til að spjalla um bankahrunið. Þjóðin hafi heillast af málflutningi hennar sem og ríkisstjórnin sem hafi ráðið hana til starfa. „Engar sérstakar fréttir hafa borist af ferðum hennar hingað fyrr en í þessari viku. Þá brá svo við að hún hótaði að hætta ráðgjöf sinni, nema ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, segði af sér eða stjórnvöld settu hann af," segir í grein Sigurðar. Sigurður segir að væntanlega hafi dómsmálaráðherra brugðið nokkuð við að heyra þessa kröfu Joly, enda þekki ráðherra mæta vel reglur um lögkjör ríkissaksóknara og hvað þurfi til að koma honum úr embætti. Þar dugi ekki upphrópanir einar, líkt og Joly hin nýja íslenska gyðja réttlætisins virðist halda. „Vonandi hefur dómsmálaráðherra tekist að fræða Joly um stöðu ríkissaksóknara í íslenska stjórnkerfinu á fundi þeim sem hún og hinn sérstaki saksóknari áttu með henni daginn eftir hið makalausa Kastljósviðtal. Sé framganga Joly í þessari viku hins vegar vitnisburður um vinnulag hennar er best fyrir dómsmálaráðherra að losa sig við hana sem fyrst svo rannsókn hins sérstaka saksóknara á málum tengdum bankahruninu ónýtist ekki," skrifar Sigurður. Hann bendir á að íslensk refsivarsla hafi áður leitað til erlendra hjálparkokka við rannsókn flókinna sakamála með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa einstaklinga. Þá segir hann að af orðum Evu að dæma séu allir íslenskir bankamenn og útrásarvíkingar sekir um ýmis konar auðgunar- og fjármunabrot, sakborninga þessarar sé í raun að sanna sakleysi sitt en ekki ákæruvaldsins að sanna sekt þeirra. „Lögfræðingar, sem leyfa sér að andmæla vinnulagi því sem Joly vill að hinn sérstaki saksóknari viðhafi, eru af hennar hálfu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna; afbrotamanna sem eigi að vera bak við lás og slá hvað sem líður almennt viðurkenndum og lögfestum reglum sakamálaréttarfars. Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á, er af þjóðinni runnin?" Grein Sigurðar má sjá hér.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira